Metanafgreiðsla

Metanbílar

Í dag eru til ökutæki af öllum gerðum sem nýtt geta bæði metaneldsneyti og bensín í akstri. Flestir bílaframleiðendur heims framleiða bíla í dag með svonefndri tvíbrennivél, sem er að öllu upplagi eins og bensínvélin, en getur bæði gengið fyrir metani og bensíni. Bílarnir hafa tvo eldsneytisgeyma og tölvubúnaður stillir sjálfkrafa yfir á bensíngeyminn ef metanbirgðir klárast. Slíkir bílar henta því mjög vel við aðstæður þar sem dreifikerfi fyrir metan er að byggjast upp eins og á Íslandi. Ökumenn finna engan mun í akstri hvort heldur ekið er á metani eða bensíni. 

Á höfuðborgarsvæðinu er þónokkur fjöldi metanbíla í atvinnurekstri, ásamt tveimur strætisvögnum og öllum sorphirðubílaflotanum hjá Reykjavíkurborg.

Metanbílar í boði á Íslandi

Nýir bílar

Bæði Hekla og Askja hafa flutt inn metanbíla og boðið neytendum upp á þennan umhverfisvæna valkost - Volkswagen, Skoda og Mercedes Benz – en flest allir bílaframleiðendur framleiða bíla í metanútgáfu.

                        

Breyting bíla

Um áratuga skeið hefur búnaði verið bætt við bensínvélar víða um heim til að skapa val um að geta nýtt metan eldsneyti á akstri bensínbíla. Þessi þjónusta er einnig í boði hér á landi. Umferðarstofa hefur gefið út skoðunarhandbók fyrir uppfærð ökutæki í samræmi við evrópskar reglur og veitir verkstæðum löggildingu til uppfærslu á bílum. Þau verkstæði sem hlotið hafa löggildingu eru tilgreind á heimasíðu Umferðarstofu.

Metanbílum er heimilt að leggja án endurgjalds í 90 mínútur í Reykjavík með tilteknum takmörkunum, lesa nánar.

 

Vistvæna eldsneytið metan fær Svansvottun

22.11.2016

Íslenska eldsneytið metan hlaut í dag norræna umhverfismerkið Svaninn og er þar með fyrsta íslenska eldsneytið til að hljóta slíka vottun.

Skoða frétt