Fróðleikur

Samnorræn ráðstefna um framleiðslu og notkun metans haldin í sjöunda sinn

19.12.2018

Þann 9.-10. apríl 2019 fer fram sjöunda samnorræna ráðstefnan um framleiðslu og notkun metans, NBC 2019. Ráðstefnan verður að þessu sinni haldin í Osló og er yfirskriftin The „next wave“ in biogas.

Dagskráin samanstendur af áhugaverðum fyrirlestrum og sýningu og verður meðal annars fjallað um hringrásarhagkerfi metans og hvernig takast megi á við áskoranir sem fylgja nýtingu á takmörkuðum auðlindum og loftslagsbreytingum.

Öll virðiskeðja metans verður raunar til umfjöllunar og ættu aðilar jafnt úr tæknigeiranum og frá sveitarfélögum að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á ráðstefnunni. Nánar má lesa um umfjöllunarefni ráðstefnunnar á heimasíðu Nordic biogas, en þar fer einnig fram skráning á ráðstefnuna um þessar mundir.

Það er vert að benda á að sérstakt tilboð á ráðstefnugjöldum er nú í gangi og munar um 15% á verði ef þátttaka á ráðstefnuna er skráð fyrir 4. janúar.

 

 

Til baka

Samnorræn ráðstefna um framleiðslu og notkun metans haldin í sjöunda sinn

19.12.2018

Þann 9...

Skoða tilkynningu