Metanafgreiðsla

Metanafgreiðsla

Í dag er metan eldsneyti afgreitt á fjórum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á einni stöð á Akureyri. 
Áfyllingin er einföld og örugg og tekur mjög svipaðan tíma og áfylling á bensíngeymi.


Hægt er að finna upplýsingar um verð á metani inni á heimasíðum söluaðila.
Á næstu misserum og árum er ljóst að sjálfsölum og afgreiðslustöðum mun fjölga á Íslandi eins og um allan heim. 

Orkuinnihald

Metan eldsneyti er selt í einingunni normalrúmmetri , Nm3.  Íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika. Orkuinnihald í einni einingu (NM3) af íslensku metani er heldur meira en sem nemur orkuinnihaldi í einum lítra af 95-oktana bensíni. Á nýjum metan/bensínbíl getur þú ekið, hið minnsta,  jafn langt á einni einingu af metani (Nm3) og hægt er að aka sama bíl á einum lítra af 95-oktana bensíni. Tölur frá framleiðendum gefa þó vísbendingu um að nýr metan/bensínbíll komist  4-6% lengri akstursvegalengd á einni einingu af metani (Nm3) en  95-oktana bensín getur skilað. 

Vistvæna eldsneytið metan fær Svansvottun

22.11.2016

Íslenska eldsneytið metan hlaut í dag norræna umhverfismerkið Svaninn og er þar með fyrsta íslenska eldsneytið til að hljóta slíka vottun.

Skoða frétt