Metan eldsneyti

Gas- og jarðgerðarstöð

Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar í Álfsnesi er næsta stóra skrefið í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu. Hún er í samræmi við stefnu sem sveitarfélögin hafa mótað í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020. Eftir að gas- og jarðgerðarstöðin hefur starfsemi verður allur úrgangur sem safnað er frá heimilum á samlagssvæði SORPU unninn í stöðinni. Lífrænu efnin verða nýtt til gas- og jarðgerðar og mun gasframleiðsla aukast um helming við það.

Upplýsingarbæklingur um gas- og jarðgerðastöð.

Myndband sem sýnir vinnslu í gas- og jarðgerðarstöð í Danmörku.

Heimasíða Aikan og myndband með kynningu á kerfinu.

Vistvæna eldsneytið metan fær Svansvottun

22.11.2016

Íslenska eldsneytið metan hlaut í dag norræna umhverfismerkið Svaninn og er þar með fyrsta íslenska eldsneytið til að hljóta slíka vottun.

Skoða frétt