Metan eldsneyti

Metan eldsneyti

Metan ökutækjaeldsneyti nýtur síaukinna vinsælda um allan heim og er notað á allar gerðir ökutækja, svo sem fólksbíla, lögreglubíla, sjúkrabíla, sendibíla, sorphirðubíla, strætó eða önnur stærri samgöngutæki. Metan er einnig notað sem eldsneyti á báta, ferjur og skip og á ýmsar vélar í iðnaði og stóriðju. Í landsamgöngum er metan mest afgreitt sem lofttegund fyrir fólksbíla en metan í vökvaformi er einnig í mikilli sókn sem eldsneyti fyrir stærri ökutæki og vinnuvélar.

Íslenskt metan er nútíma-metan-eldsneyti sem unnt er að framleiða úr öllu lífrænu efni á yfirborði jarðarinnar, eins og lífrænum úrgangi frá heimilum, landbúnaði, sjávarútvegi og annarri atvinnustarfsemi eða með ræktun á lífmassa á landi, sjó og vötnum. Sú mikla þekkingaraukning og tækniþróun sem hefur átt sér stað, á sviði framleiðslu og dreifingar á metani, hefur gert það að verkum að um allan heim er horft til metanvæðingar í samgöngum sem veigamikils þáttar við umhverfisvæn orkukerfisskipta í samgöngum á þessari öld. Og einnig vegur þungt að metanvæðingin gerir þjóðum heims kleift að auka orkuöryggi sitt  með sjálfbærum hætti.

Heimsmarkaðsverð á metani er mun lægra en á bensíni og dísilolíu, sem þýðir gjaldeyrissparnað fyrir íslendinga.

Í ýtarlegri skýrslu ( NAS-skýrslan , National Academy of Sciencs) sem birt var árið 2009 voru heildræn umhverfisáhrif helstu valkosta til vélknúinna samgangna borin saman með hliðsjón af fyrirsjáanlegri þróun ökutækja og orkukerfa fram til ársins 2030 . Þar kom skýrt fram að ökutæki sem ganga fyrir metan eldsneyti fá hæstu einkunn í samanburði við aðra valkosti þótt metan eldsneyti sé unnið úr jarðgasi.  Samhliða því var öllum ljóst  að ökutæki sem gengur fyrir íslensku metani, nútíma-metani ( e. Bio-Methane) er í algjörum sérflokki í samanburði við önnur sambærileg vélknúin ökutæki, hvað varðar heildræn umhverfisáhrif. Auk þess mun aukin metanvæðing á bílaflota Íslendinga tryggja mestu mögulegu minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) sem völ er á í samgöngum þjóðarinnar - að því gefnu að bílaflotinn verði notaður  til samgangna hér eftir sem hingað til.   Í dag framleiða flestir bílaframleiðendur í heiminum ökutæki sem nýtt geta metan eldsneyti.

Metanbílar í boði á Íslandi

Vistvæna eldsneytið metan fær Svansvottun

22.11.2016

Íslenska eldsneytið metan hlaut í dag norræna umhverfismerkið Svaninn og er þar með fyrsta íslenska eldsneytið til að hljóta slíka vottun.

Skoða frétt