Fróðleikur

Hvers vegna er metan eldsneyti sagt öruggara en bensín og dísilolía?

24.10.2014

Metan eldsneyti er manninum skaðlaus lofttegund við innöndun og snertingu. Ef metan eldsneyti losnar út í umhverfið skapast ekki sá margvíslegi skaði fyrir lífríkið og nærumhverfið sem losun á bensíni eða dísilolíu getur haft í för með sér. Metan eldsneyti er stöðugt efnasamband, CH4, sem hefur mun hærra hitastig sjálftendrunar en bensín og dísilolía.

Metan eldsneyti er einnig mun eðlisléttara (0,717 kg/m3) en andrúmsloftið (1,12 kg/m3) og stígur því hratt upp af vettvangi ef það losnar út í andrúmsloftið. Öryggi metan eldsneytis er ef til vill mest áréttað með því að benda á að erlendis knýr metan eldsneyti skólabíla, lögreglubíla í áhættuakstri, sjúkrabíla og slökkvibíla svo fátt eitt sé nefnt.

Til baka

Samnorræn ráðstefna um framleiðslu og notkun metans haldin í sjöunda sinn

19.12.2018

Þann 9...

Skoða tilkynningu