Ávinningur

Ávinningur

Mikið framboð er af metaneldsneyti í heiminum í formi jarðgass (fyrritíma-metan) og sú staðreynd að þjóðir víða um heim, eins og á Íslandi, búa yfir þekkingu og getu til að framleiða metan eldsneyti úr lífrænu efni á yfirborði jarðar (nútíma-metan) mun fyrirsjáanlega leiða til aukinnar notkunar á metani. Eftirspurn eftir metan eldsneyti má m.a. rekja til þess að það er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu,  ódýrara og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Þá hefur áhersla á orkuöryggi þjóða aukist mikið á þessari öld og áhugi stjórnvalda, víða um heim, fyrir aukinni metanvæðingu í samgöngum aukist samhliða . Áhersla hefur stóraukist á mikilvægi þess að þjóðir geti tryggt sem best ferðafrelsi sitt og samgönguöryggi með endurnýjanlegu og sjálfbæru orkukerfi . Á akstri metanbíls finnst enginn munur á því hvort ekið er á nútíma-metaneldsneyti (íslenskt metan) eða fyrritíma-metaneldsneyti (jarðgas) enda er orkusameindin í metaneldsneyti sú sama, CH4, í báðum tillfellum.

Umhverfislegur ávinningur

 • Loftlagsáhrif - minni hlýnunaráhrif  í lofthjúpi jarðar, minni heildarlosun gróðurhúsalosttegunda (GHL)
 • Nærumhverfi - heilsufarslegur ávinningur og minna tjón á fastafjármunum

 

Fjárhagslegur ávinningur

 • Heildarkostnaður vegna orkukerfis samgöngutækis - kr/km
 • Heildarkostnaður vegna kaupa á nýjum bíl, niðurfelling vörugjalda
 • Gjaldfrjáls bílastæði á götum í Reykjavík með tilteknum takmörkunum
 • Ferðafrelsi

 

Samfélagslegur ávinningur

 • Gjaldeyrissparnaður vegna orkukerfisskipta
 • Atvinnu-og nýsköpun
 • Orkuöryggi - áreiðanleiki og fjölbreytni
 • Sjálfbærni / endurnýjanleg orka
 • Samgönguöryggi

 

Ökutækjum sem ganga fyrir metani er heimilt að leggja án endurgjalds í 90 mínútur í gjaldskyld bílastæði á götum í Reykjavík með tilteknum takmörkunum.

Takmarkanir;

 • Gjaldfrelsi gildir einungis fyrir bifreiðar með klukkuskífum útgefnum af Reykjavíkurborg.
 • Skráð eigin þyngd bifreiðar skal vera minni en 1.600 kg.
 • Tími gjaldfrelsis miðast við hverja ökuferð en endurnýjast ekki við tilflutning milli bílastæða.
 • Heimildin fellur niður sé bifreiðin á negldum hjólbörðum.

 

Vistvæna eldsneytið metan fær Svansvottun

22.11.2016

Íslenska eldsneytið metan hlaut í dag norræna umhverfismerkið Svaninn og er þar með fyrsta íslenska eldsneytið til að hljóta slíka vottun.

Skoða frétt